Fólksflutningalyfta í Hlíð

Málsnúmer 2018030260

Vakta málsnúmer

Umhverfis- og mannvirkjaráð - 29. fundur - 16.03.2018

Lagt fram minnisblað dagsett 13. mars 2018 frá Steindóri Ívari Ívarssyni forstöðumanni viðhalds vegna kaupa á fólksflutningalyftu í Víðihlíð fyrir Birki- og Lerkihlíð.
Umhverfis- og mannvirkjaráð samþykkir að kaupin verði sett inn í framkvæmdayfirlit á árinu.

Umhverfis- og mannvirkjaráð - 53. fundur - 01.04.2019

Lagt fram minnisblað dagsett 29. mars 2019 varðandi endurnýjun lyftu í Hlíð.

Rut Jónsdóttir forstöðumaður umhverfis- og sorpmála og Tómas Björn Hauksson forstöðumaður nýframkvæmda sátu fundinn undir þessum lið.
Umhverfis- og mannvirkjaráð samþykkir endurnýjun á lyftu og 10 milljón kr. hlutdeild Akureyrarbæjar í kostnaði verður tekin af liðnum „Hlíð endurbætur á eldra húsnæði“ í fjárfestingaráætlun í 3100.