Hamrar - fyrirspurn vegna byggingar smáhýsa

Málsnúmer 2018030006

Vakta málsnúmer

Skipulagsráð - 287. fundur - 14.03.2018

Erindi dagsett 28. febrúar 2018 þar sem Tryggvi Marinósson fyrir hönd Hamra, útilífs/umhverfismiðstöðvar skáta, kt. 430698-3469, leggur inn fyrirspurn hvort leggja megi fram deiliskipulagsbreytingu vegna byggingar smáhýsa á Hömrum. Stækka þarf byggingarreit vegna smáhýsanna sem verða um 10 m² og án hreinlætisaðstöðu.
Skipulagsráð heimilar umsækjanda að leggja fram tillögu að breytingu á deiliskipulagi. Breytingin verði unnin í samræmi við 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.