Furuvellir - fyrirspurn um byggingarleyfi fyrir viðbyggingu

Málsnúmer 2018020418

Vakta málsnúmer

Skipulagsráð - 286. fundur - 28.02.2018

Erindi dagsett 21. febrúar 2018 þar sem Björn Anton Jónsson fyrir hönd Coca-cola Eur.Partn. Ísland ehf., kt. 470169-1419, leggur inn fyrirspurn hvort leyfi fáist til að byggja við hús nr. 18 við Furuvelli. Viðbyggingin er fyrirhuguð vegna nýrra þvottakerfa fyrir áfyllivélar. Meðfylgjandi er skýringarmynd.
Skipulagsráð telur að umrædd breyting sé óveruleg og muni ekki skerða hagsmuni nágranna, t.d. hvað varðar útsýni, skuggavarp eða innsýn, ekki breyta eða hafa teljandi áhrif á götumynd. Því sé ekki þörf á að grenndarkynna fyrirhugaða breytingu þar sem hún snertir ekki hagsmuni annarra en umsækjanda og Akureyrarkaupstaðar.

Skipulagsráð tekur jákvætt í erindið og felur byggingarfulltrúa að afgreiða byggingarleyfi þegar fullnægjandi gögn hafa borist.