Sjafnargata 9 - breyting á deiliskipulagi v. geymsluhúsnæðis

Málsnúmer 2018020356

Vakta málsnúmer

Skipulagsráð - 286. fundur - 28.02.2018

Erindi dagsett 20. febrúar 2018 þar sem Þröstur Sigurðsson hjá Opus ehf. fyrir hönd BK byggis ehf., kt. 630118-0180, sækir um leyfi til að leggja fram deiliskipulagsbreytingu fyrir lóðina Sjafnargötu 9. Breytingin felst í færslu byggingarreits, að neyðarstigi frá kjallara verði utan byggingarreits, felld verði niður krafa um gönguleið yfir lóð, heimilt verði að girða af lóðina, nýtingarhlutfall verði aukið úr 0,40 í 0,56 og heimilt verði að hafa kjallara undir húsum fyrir geymslur. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Þröst Sigurðsson.
Skipulagsráð tekur jákvætt í erindið og heimilar umsækjanda að vinna tillögu að breytingu á deiliskipulagi lóðarinnar í samræmi við hugmyndir umsækjanda sem afgreidd verði samkvæmt 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.