AkvaFuture 20.000 tonna laxeldi í lokuðum eldiskvíum í Eyjafirði - beiðni um umsögn

Málsnúmer 2018010406

Vakta málsnúmer

Umhverfis- og mannvirkjaráð - 27. fundur - 23.02.2018

Erindi dagsett 24. janúar 2018 frá Skipulagsstofnun þar sem kemur fram að AkvaFuture hafi sent Skipulagsstofnun tillögu að matsáætlun um 20.000 tonna laxeldi í lokuðum eldiskvíum í Eyjafirði. Óskað er eftir að Akureyrarbær gefi umsögn um tillöguna í samræmi við 2. mgr. 8. gr. laga nr. 106/2000 og 17. gr. reglugerðar nr. 660/2015 um mat á umhverfisáhrifum. Umsögn óskast send Skipulagsstofnun fyrir 12. febrúar 2018.

Einnig lagt fram minnisblað dagsett 22. febrúar 2018 vegna málsins.

Rut Jónsdóttir forstöðumaður umhverfis- og sorpmála sat fundinn undir þessum lið.
Umhverfis- og mannvirkjaráð frestar afgreiðslu til næsta fundar sem er áætlaður 2. mars 2018.
Óskar Ingi Sigurðsson vék af fundi kl. 9:40.

Umhverfis- og mannvirkjaráð - 28. fundur - 02.03.2018

Tekið fyrir að nýju erindi dagsett 24. janúar 2018 frá Skipulagsstofnun þar sem kemur fram að AkvaFuture hafi sent Skipulagsstofnun tillögu að matsáætlun um 20.000 tonna laxeldi í lokuðum eldiskvíum í Eyjafirði. Óskað er eftir að Akureyrarbær gefi umsögn um tillöguna í samræmi við 2. mgr. 8. gr. laga nr. 106/2000 og 17. gr. reglugerðar nr. 660/2015 um mat á umhverfisáhrifum. Umsögn óskast send Skipulagsstofnun fyrir 12. febrúar 2018. Einnig lögð fram tillaga að umsögn dagsett 28. febrúar 2018 vegna málsins.
Umhverfis- og mannvirkjaráð felur formanni og forstöðumanni umhverfis- og sorpmála að ganga frá umsögninni í samræmi við framlögð gögn og senda til Skipulagsstofnunar.

Hermann Ingi Arason V-lista óskar bókað:

Allar hugmyndir um eldi sjávardýra hér við land þurfa að koma í kjölfar stefnumótunar og regluverks um framkvæmd slíks. Þar sem slíkt liggur ekki fyrir er ótímabært að hefja vinnu við mat á áhrifum mögulegs eldis á einstökum stöðum s.s. í Eyjafirði.