Þórunnarstræti 128 - umsókn um bílastæði

Málsnúmer 2018010352

Vakta málsnúmer

Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 664. fundur - 01.02.2018

Erindi dagsett 24. janúar 2018 þar sem Guðmundur Jón Halldórsson fyrir hönd eigenda Þórunnarstrætis 128 sækir um að fá sérmerkt 4-6 stæði við Þórunnarstræti, norðan lóðarinnar Þórunnarstrætis 128, fyrir þær þrjár íbúðir sem eru í húsinu.
Byggingarfulltrúi getur ekki orðið við erindinu þar sem Akureyrarbær sérmerkir ekki bílastæði utan lóða.

Byggingarfulltrúi getur í stað þess samþykkt að lóðarhafar útbúi 3 bílastæði í suðaustur horni lóðarinnar við Þórunnarstræti 128, með aðkomu frá Bjarkarstíg skv. meðfylgjandi mynd. Vísað er til vinnureglna um leyfi fyrir bílastæðum og úrtökum í kantstein, enda verði frágangur á lóðamörkum gerður í samráði við nágranna. Umsækjandi greiði kostnað vegna færslu á götugögnum, ef með þarf.