Þarfagreining vegna 50 m innisundlaugar

Málsnúmer 2018010304

Vakta málsnúmer

Frístundaráð - 22. fundur - 25.01.2018

í starfsáætlun frístundaráðs fyrir árið 2018 er gert ráð fyrir því að hefja kostnaðar- og þarfagreiningu á uppbyggingu 50 m innisundlaugar.
Frístundaráð samþykkir að mynda þriggja manna vinnuhóp til fara í þessa vinnu.

Ráðið felur deildarstjóra íþróttamála að leiða þessa vinnu og samþykkir jafnframt að skipa Arnar Þór Jóhannesson sem fulltrúa ráðsins í vinnuhópnum.

Óskað verður eftir tilnefningu frá fræðsluráði og umhverfis-og mannvirkjaráði.

Umhverfis- og mannvirkjaráð - 26. fundur - 02.02.2018

Tilnefning fulltrúa ráðsins í verkefnisliðið.
Umhverfis- og mannvirkjaráð tilnefnir Ingibjörgu Ólöfu Isaksen B lista sem fulltrúa ráðsins í verkefnisliðinu.

Fræðsluráð - 4. fundur - 06.02.2018

Frístundaráð samþykkti á fundi sínum 25. janúar 2018 að myndaður yrði þriggja manna vinnuhópur um þarfagreiningu og uppbyggingu á 50 metra innisundlaug. Óskað er eftir tilnefningu frá fræðsluráði í vinnuhópinn.
Fræðsluráð tilnefnir Dagbjörtu Elínu Pálsdóttur S-lista sem fulltrúa ráðsins í vinnuhópinn.