Margrétarhagi 8 - breyting á deiliskipulagi

Málsnúmer 2018010253

Vakta málsnúmer

Skipulagsráð - 282. fundur - 24.01.2018

Erindi dagsett 17. janúar 2018 þar sem Þröstur Sigurðsson fyrir hönd Karls Hjartarsonar sækir um leyfi til að leggja fram breytingu á deiliskipulagi lóðar nr. 8 við Margrétarhaga. Óskað er eftir að auka nýtingarhlutfall úr 0,27 í 0,28 og breikka byggarreit til vesturs úr 4,5 m í 8,7 m. Meðfylgjandi er mynd.
Skipulagsráð heimilar umsækjanda að leggja fram tillögu að breytingu á deiliskipulagi í samræmi við erindið, sem afgreidd verði samkvæmt 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Skipulagsráð - 286. fundur - 28.02.2018

Erindi dagsett 17. janúar 2018 þar sem Þröstur Sigurðsson hjá Opus ehf. fyrir hönd Karls Hjartarsonar sækir um leyfi til að leggja fram breytingu á deiliskipulagi lóðar nr. 8 við Margrétarhaga. Óskað er eftir að auka nýtingarhlutfall úr 0,27 í 0,28 og breikka byggarreit til vesturs úr 4,5 m í 8,7 m. Skipulagsráð heimilaði umsækjanda þann 24. janúar 2018 að leggja fram tillögu að breytingu á deiliskipulagi.

Tillagan er dagsett 13. febrúar 2018 og unnin af Árna Ólafssyni hjá Teiknistofu arkitekta Gylfa Guðjónssonar og félaga. Sambærileg breyting á byggingareit er gerð á húsunum við Margrétarhaga 4-12.
Skipulagsráð samþykkir að tillagan verði grenndarkynnt samkvæmt 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Skipulagsráð - 288. fundur - 04.04.2018

Erindi dagsett 17. janúar 2018 þar sem Þröstur Sigurðsson hjá Opus ehf. fyrir hönd Karls Hjartarsonar sækir um leyfi til að leggja fram breytingu á deiliskipulagi lóðar nr. 8 við Margrétarhaga. Óskað er eftir að auka nýtingarhlutfall úr 0,27 í 0,28 og breikka byggarreit til vesturs úr 4,5 m í 8,7 m.

Sambærileg breyting á byggingarreit er gerð á húsunum við Margrétarhaga 4-12.

Skipulagsráð samþykkti að grenndarkynna tillögu að deiliskipulagsbreytingu á fundi 28. febrúar 2018. Athugasemdafrestur var frá 19. mars og lauk með undirskriftum allra sem grenndarkynninguna fengu þann 28. mars 2018.
Skipulagsráð leggur til við bæjarstjórn að deiliskipulagstillagan verði samþykkt og sviðsstjóra skipulagssviðs falið að annast gildistöku hennar samkvæmt 42. grein skipulagslaga nr. 123/2010 með síðari breytingum.

Bæjarstjórn - 3432. fundur - 10.04.2018

9. liður í fundargerð skipulagsráðs dagsett 4. apríl 2018:

Erindi dagsett 17. janúar 2018 þar sem Þröstur Sigurðsson hjá Opus ehf. fyrir hönd Karls Hjartarsonar sækir um leyfi til að leggja fram breytingu á deiliskipulagi lóðar nr. 8 við Margrétarhaga. Óskað er eftir að auka nýtingarhlutfall úr 0,27 í 0,28 og breikka byggarreit til vesturs úr 4,5 m í 8,7 m.

Sambærileg breyting á byggingarreit er gerð á húsunum við Margrétarhaga 4-12.

Skipulagsráð samþykkti að grenndarkynna tillögu að deiliskipulagsbreytingu á fundi 28. febrúar 2018. Athugasemdafrestur var frá 19. mars og lauk með undirskriftum allra sem grenndarkynninguna fengu þann 28. mars 2018.

Skipulagsráð leggur til við bæjarstjórn að deiliskipulagstillagan verði samþykkt og sviðsstjóra skipulagssviðs falið að annast gildistöku hennar samkvæmt 42. grein skipulagslaga nr. 123/2010 með síðari breytingum.
Bæjarstjórn samþykkir tillögu skipulagsráðs með 11 samhljóða atkvæðum.