Lagt fram minnisblað dagsett 21. nóvember 2018 um tillögur að breytingum á reið- og gönguleiðum vegna tilkomu nauðsynlegs lendingarbúnaðar ISAVIA við Akureyrarflugvöll og áætlaðan kostnað þeirra.
Stöðuskýrsla vegna byggingar brúar yfir vesturkvísl Eyjafjarðarár kynnt.
Umhverfis- og mannvirkjaráð samþykkir að ljúka hönnun og hefja útboðsferli sem fyrst í samstarfi við Landsnet samkvæmt minnisblaði um samlegðaráhrif með lagningu á streng yfir Eyjafjarðará sem borist hefur frá þeim.