Leikskólar og staða barnafólks

Málsnúmer 2017120035

Vakta málsnúmer

Fræðsluráð - 22. fundur - 18.12.2017

Erindi sem barst í viðtalstíma bæjarfulltrúa þann 30. nóvember 2017.

Dóra Rún Kristjánsdóttir, kt. 100187-2649, Eydís Eyþórsdóttir, kt. 231077-3759, Hafdís Ólafsdóttir, kt. 060983-3489, mættu í viðtalstíma bæjarfulltrúa.

Þær voru með töluverðar áhyggjur yfir stöðu leikskólamála á Akureyri.
Fræðsluráð þakkar fyrir erindið.

Með tilvísan í lið 1 í fundargerðinni leitar fræðsluráð nú allra leiða til að finna lausnir á fyrirliggjandi stöðu í leikskóla- og dagvistarmálum.

Þá leggur fræðsluráð áherslu á framúrskarandi þjónustu og fagmennsku í öllu skólastarfi.