Oddeyrargata 5 - umsókn um breytta notkun

Málsnúmer 2017120024

Vakta málsnúmer

Skipulagsráð - 279. fundur - 13.12.2017

Erindi dagsett 4. desember 2017 þar sem Þorvaldur B. Þorvaldsson og Þórunn Geirsdóttir sækja um að notkun íbúðarrýmis í þeirra eigu í kjallara hússins nr. 5 í Oddeyrargötu verði breytt í atvinnuhúsnæði til gistingar.
Rekstarleyfisskyldar íbúðir eru ekki heimilar á íbúðarsvæðum samkvæmt gildandi aðalskipulagi: "Á íbúðarsvæðum skal fyrst og fremst gera ráð fyrir íbúðarhúsnæði. Þar má þó einnig gera ráð fyrir starfsemi sem eðlilegt er að þar sé til þjónustu við íbúa viðkomandi hverfis, s.s. verslunum, hreinlegum iðnaði, handiðnaðarfyrirtækjum, þjónustustarfsemi og leiksvæðum, eða annarri starfsemi sem hvorki verður ætlað að muni valda óþægindum vegna lyktar, hávaða eða óþrifnaðar né dragi að sér óeðlilega mikla umferð." - Rekstraleiguíbúðir teljast ekki vera til þjónustu íbúa í viðkomandi hverfi.

Skipulagsráð synjar því erindinu.