Sómatún 29 - breyting á deiliskipulagi

Málsnúmer 2017110424

Vakta málsnúmer

Skipulagsráð - 279. fundur - 13.12.2017

Erindi dagsett 29. nóvember 2017 þar sem Steinmar H. Rögnvaldsson fyrir hönd BF Bygginga ehf., kt. 621116-2230, óskar eftir breytingu á deiliskipulagi á lóð nr. 29 við Sómatún. Óskað er eftir heimild til að byggja eitt fjögurra íbúða hús. Stærð lóðar verði óbreytt en byggingarreitur stækkaður og bílastæði verði tvö fyrir hverja 80 m² íbúð en eitt og hálft fyrir minni íbúðir. Ekki yrði gert ráð fyrir gestastæðum. Meðfylgjandi er mynd.
Skipulagsráð getur ekki fallist á fyrirhugaða húsgerð en heimilar umsækjanda að láta gera tillögu að breytingu á deiliskipulagi í þá veru að færa til upprunalegs skipulags þ.e. parhús á tveimur hæðum. Breytingin yrði unnin í samræmi við 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Skipulagsráð - 288. fundur - 04.04.2018

Erindi dagsett 29. nóvember 2017 þar sem Steinmar H. Rögnvaldsson fyrir hönd BF Bygginga ehf., kt. 621116-2230, óskar eftir breytingum á deiliskipulagi á lóð nr. 29 við Sómatún. Óskað er eftir heimild til að byggja eitt fjögurra íbúða hús. Stærð lóðar verði óbreytt en byggingarreitur stækkaður og bílastæði verði tvö fyrir hverja 80 m² íbúð en eitt og hálft fyrir minni íbúðir. Ekki yrði gert ráð fyrir gestastæðum. Meðfylgjandi er mynd.

Skipulagsráð gat ekki fallist á fyrirhugaða húsgerð á fundi 13. desember 2017.

Í bréfi frá umsækjanda dagsett 1. mars 2018 er óskað eftir rökstuðningi á ákvörðun skipulagsráðs.
Undanfarin misseri hafa verið gerðar margar breytingar á deiliskipulagi í Naustahverfi í þá veru að koma fyrir fleiri íbúðum, íbúðirnar minnka og íbúasamsetningin verður einsleitari. Skipulagsráð telur því ekki skynsamlegt að auka íbúðafjöldann enn frekar en orðið er á kostnað stærri íbúða.

Við úthlutun lóðarinnar þann 25. október 2017 var tekið fram að deiliskipulagsskilmálar ásamt almennum byggingarskilmálum gilda. Ef umsækjandi hefur í huga að byggja lítið fjölbýli þá eru slíkar lóðir í Hagahverfi án þess að deiliskipulagsbreytinga sé þörf.