Framkvæmdaáætlun í málefnum fatlaðs fólks 2017-2021

Málsnúmer 2017110413

Vakta málsnúmer

Velferðarráð - 1267. fundur - 06.12.2017

Lagt var fram erindi frá velferðarráðuneytinu vegna framkvæmdaáætlunar í málefnum fatlaðs fólks sem samþykkt var sl. vor.

Ennfremur var lögð fram samantekt Karólínu Gunnarsdóttur forstöðumanns stoðþjónustu fjölskyldusviðs um verkefni sveitarfélaga í framkvæmdaáætuninni

dagsett 4. desember 2017.

Karólína Gunnarsdóttir forstöðumaður þjónustudeildar fjölskyldusviðs sat fundinn undir þessum lið.

Velferðarráð vekur athygli umhverfis- og mannvirkjaráðs og skipulagsráðs á Þingsályktun um stefnu og framkvæmdaáætlun í málefnum fatlaðs fólks fyrir árin 2017-2021 og bendir sérstaklega á verkefni A2 og A3 um algilda hönnun og áætlanir um úrbætur á aðgengi og aðgengisfulltrúa. Velferðarráð mælir með því að Akureyrarbær skipi aðgengisfulltrúa.