Hestamannafélagið Léttir - aðkoma að hesthúsum/reiðhöll í Hlíðarholtshverfi og að Lögmannshlíð

Málsnúmer 2017110016

Vakta málsnúmer

Umhverfis- og mannvirkjaráð - 22. fundur - 22.11.2017

Lagt fram erindi dagsett 30. október 2017 frá Hestamannafélaginu Létti um að aðkoma frá Hlíðarfjallsvegi að Reiðhöllinni á Hlíðarholti og Dýraspítalanum í Lögmannshlíð verði endurbætt og malbikuð á árinu 2018.
Umhverfis- og mannvirkjaráð getur ekki orðið við erindinu þar sem það rúmast ekki innan þriggja ára fjárhagsáætlunar en unnið verður að viðhaldi á veginum á árinu 2018.