Hafnarstræti 99-101 - íbúð á 4. hæð, leigusamningur

Málsnúmer 2017100412

Vakta málsnúmer

Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 652. fundur - 02.11.2017

Erindi dagsett 25. október 2017 þar sem Guðmundur Magnússon fyrir hönd Heilbrigðisstofnunar Norðurlands, kt. 551014-0290, sækir um breytingu á hagnýtingu íbúðar á 4. hæð í Hafnarstræti 99-101, í skrifstofu. Meðfylgjandi er leigusamningur milli HSN og Hólmfríðar Jóhannesdóttur, fundargerð húsfélagsins Hafnarstrætis 99-101 og samþykki eignaraðila fyrir breyttri nýtingu.
Staðgengill byggingarfulltrúa samþykkir breytta notkun og felur lóðarskrárritara að tilkynna breytinguna til Þjóðskrár.