Hafnarstræti 97, 4. hæð - umsókn um breytingar

Málsnúmer 2017100375

Vakta málsnúmer

Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 652. fundur - 02.11.2017

Erindi dagsett 23. október 2017 þar sem Ingólfur Guðmundsson fyrir hönd Eflingar sjúkraþjálfunar ehf., kt. 591295-2689, sækir um breytingar á innra skipulagi 4. hæðar í húsi nr. 97 við Hafnarstræti. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Loga Má Einarsson.
Staðgengill byggingarfulltrúa frestar afgreiðslu með vísan til athugasemda á fylgiblaði.

Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 661. fundur - 11.01.2018

Erindi dagsett 23. október 2017 þar sem Ingólfur Guðmundsson fyrir hönd Eflingar sjúkraþjálfunar ehf., kt. 591295-2689, og Samvirkni ehf, kt. 500605-0730, sækir um byggingarleyfi fyrir breytingum á innra skipulagi á 4. hæð í húsi nr. 97 við Hafnarstræti. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Valþór Brynjarsson. Innkomnar nýjar teikningar 3. janúar 2018.
Byggingarfulltrúi samþykkir erindið.