Jaðarstún 21-23 - umsókn um breytingar innanhúss og aðgengi að lóð

Málsnúmer 2017100372

Vakta málsnúmer

Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 651. fundur - 25.10.2017

Erindi dagsett 20. október 2017 þar sem Guðni Hermannsson, kt.100161-7969, og Jóhanna Magnúsdóttir, kt. 080652-4619, sækja um byggingarleyfi fyrir breytingum á innra skipulagi húss nr. 21-23 við Jaðarstún. Einnig aðgengi að lóð. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Tryggva Tryggvason.
Byggingarfulltrúi getur fallist á umbeðnar breytingar innanhúss en vísar til fyrri afgreiðslu um lengingu úrtaka í kantstein. Erindinu eins og það er lagt fram er því hafnað.

Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 654. fundur - 16.11.2017

Erindi dagsett 7. nóvember 2017 þar sem Guðni Hermannsson, kt. 100161-7969, og Jóhanna Magnúsdóttir, kt. 080652-4619, sækja um byggingarleyfi fyrir breytingum á innra skipulagi húss nr. 21-23 við Jaðarstún. Einnig aðgengi að lóð. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Tryggva Tryggvason.
Staðgengill byggingarfulltrúa samþykkir erindið.