SVA - leiðakerfi

Málsnúmer 2017100366

Vakta málsnúmer

Umhverfis- og mannvirkjaráð - 21. fundur - 23.10.2017

Rúna Ásmundsdóttir frá Eflu ehf mætti á fundinn undir þessum dagskrárlið og kynnti tillögur að endurbótum á leiðakerfi SVA.
Umhverfis- og mannvirkjaráð samþykkir framlagða breytingartillögu. Í henni felst að leið 5 sem gengur um norðurhluta bæjarins verður flýtt um 12 mínútur seinni part dags. Það þýðir að vagninn leggur af stað úr miðbæ 15 mínútur yfir heila tímann og er þ.a.l. við SAK, VMA og MA 29-31 mínútu yfir heila tímann og við Bogann 15 mínútur í heila tímann. Í MA lýkur skóla allt að 40 mínútum eftir heila tímann, þessi breyting verður því til þess að þjónusta við þann hóp minnkar. Þessi tillaga er unnin út frá athugasemdum sem hafa borist vegna leiðakerfisins. Breytingarnar verða auglýstar á næstunni og almenningi gefinn kostur á að skila inn athugasemdum.