Skimun fyrir kvíða og þunglyndi barna

Málsnúmer 2017100346

Vakta málsnúmer

Fræðsluráð - 18. fundur - 23.10.2017

Alþingi Íslands samþykkti vorið 2016 stefnu og aðgerðaáætlun í geðheilbrigðismálum. Unnið er að innleiðingu hennar á Heilbrigðisstofnun Norðurlands þar sem meðal annars er stefnt að árvissum skimunum fyrir kvíða og þunglyndi meðal barna og unglinga í samvinnu við grunnskóla og skólaþjónustu á Norðurlandi. Fyrsta skimun beinist að grunnskólanemendum í 5. bekk í Akureyrarbæ og í nærsveitum.

Pétur Maack yfirsálfræðingur á HSN og Aðalheiður Jónsdóttir sálfræðingur á HSN komu á fundinn og sögðu frá fyrirkomulagi á skimuninni í skólum Akureyrarbæjar.
Fræðsluráð fagnar auknu samstarfi HSN og fræðslusviðs á sviði heilbrigðisþjónustu við börn og þakkar fyrir góða kynningu.