Birkilundur 18 - breyta bílgeymslu tímabundið í íbúðarrými

Málsnúmer 2017100326

Vakta málsnúmer

Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 651. fundur - 25.10.2017

Erindi dagsett 18. október 2017 þar sem Ívar Ragnarsson fyrir hönd Vilborgar H. Ívarsdóttur og Barkar Árnasonar sækir um tímabundið leyfi fyrir notkun á bílgeymslu sem íbúðarrými á lóð nr. 18 við Birkilund. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Ívar Ragnarsson.
Byggingafulltrúi hafnar erindinu, þar sem húsnæðið uppfyllir ekki ákvæði núgildandi byggingarreglugerðar um íbúðarrými og gildandi deiliskipulag gerir ráð fyrir bílgeymslu á lóðinni.