Top to top - umhverfisverkefni á alþjóðavísu

Málsnúmer 2017090105

Vakta málsnúmer

Fræðsluráð - 16. fundur - 18.09.2017

Dario Schwoerer er svissneskur loftlagsfræðingur og fjallaleiðsögumaður sem býr um borð í skútu sinni ásamt eiginkonu og sex börnum en hún er nú staðsett í Akureyrarhöfn. Yngsta barnið fæddist fyrir réttum mánuði á Akureyri. Dario hefur á ferðum sínum um heiminn upplifað viðkvæmt umhverfið sem hann vísar til sem "sitt eigið vinnuumhverfi" og tók því ákvörðun fyrir rúmum sextán árum um að helga líf sitt fræðslu til almennings, ekki síst fyrir börn, um hvernig á að virða náttúruna og verja hana fyrir komandi kynslóðir.

Dario mætti á fundinn og sagði frá verkefninu Top to top sem hann stofnaði til ásamt eiginkonu sinni Sabine.
Fræðsluráð þakkar Dario fyrir einstaklega áhugavert og fræðandi erindi.