Glerárdalur - tilfærsla kvartmílubrautar

Málsnúmer 2017080089

Vakta málsnúmer

Skipulagsráð - 272. fundur - 30.08.2017

Erindi dagsett 22. ágúst 2017 þar sem Halldór Jóhannsson fyrir hönd Bílaklúbbs Akureyrar, kt. 660280-0149, sækir um tilfærslu á kvartmílubraut Bílaklúbbs Akureyrar á Glerárdal lítillega til norðurs. Meðfylgjandi er skýringarmynd.
Umbeðin færsla brautarinnar mun hafa áhrif á staðsetningu annarra brauta og hljóðmana á svæðinu sem gerð er grein fyrir í núgildandi deiliskipulagi. Það er því mat ráðsins að gera þurfi breytingu á deiliskipulagi lóðarinnar vegna þessa.

Skipulagsráð heimilar umsækjanda að leggja fram tillögu að breytingu á deiliskipulagi. Breytingin verði unnin í samræmi við 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.