Síðuhverfi - umsókn um framkvæmdarleyfi fyrir gerð gangstétta og lagfæringar á gangbrautum

Málsnúmer 2017080055

Vakta málsnúmer

Skipulagsráð - 272. fundur - 30.08.2017

Erindi dagsett 21. ágúst 2017 þar sem Víkingur Guðmundsson fyrir hönd umhverfis- og mannvirkjasviðs Akureyrarbæjar, kt. 410169-6229, sækir um framkvæmdarleyfi fyrir gerð gangstétta, við Vestursíðu og Bugðusíðu og gangbrauta og hraðahindrana í Síðuhverfi. Meðfylgjandi er mynd sem sýnir staðsetningu framkvæmdarsvæðis.

Á fundinn kom Víkingur Guðmundsson frá umhverfis- og mannvirkjasviði og gerði grein fyrir útfærslu hraðahindrana.
Skipulagsráð þakkar Víkingi fyrir upplýsingarnar.

Skipulagsráð samþykkir útgáfu framkvæmdarleyfisins á grundvelli 4. gr.- g "Samþykktar um skipulagsráð".

Eftirfarandi skilyrði setur skipulagsráð fyrir veitingu framkvæmdarleyfisins:

Framkvæmdin skal vera í samræmi við 24. gr. Lögreglusamþykktar fyrir Akureyrarbæ en þar eru ákvæði um farmflutninga og hreinsun ökutækja áður en farið er inn á malbikaðar götur.