Glerárvirkjun II - lóð undir stíflu og hæð stíflu, umsókn um deiliskipulagsbreytingu

Málsnúmer 2017080025

Vakta málsnúmer

Skipulagsráð - 270. fundur - 16.08.2017

Erindi dagsett 10. ágúst 2017 þar sem Bergur Steingrímsson fyrir hönd Fallorku ehf, kt. 600302-4180, sækir um heimild til að breyta deiliskipulagi Glerárvirkjunar II til að skilgreina lóð undir stíflu og ákvarða hámarks hæð stíflu. Með erindinu er lögð fram tillaga að breytingu á deiliskipulagi, dagsett 16. ágúst 2017 unnin af Ómari Ívarssyni hjá Landslagi.
Einungis er um að ræða minniháttar breytingar er varða umsækjanda og Akureyrarkaupstað. Þess vegna leggur skipulagsráð til við bæjarstjórn að deiliskipulagstillagan verði samþykkt í samræmi við 2. málslið, 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og sviðsstjóra skipulagssviðs falið að annast gildistöku hennar.

Bæjarráð - 3565. fundur - 24.08.2017

2. liður í fundargerð skipulagsráðs 16. ágúst 2017:

Erindi dagsett 10. ágúst 2017 þar sem Bergur Steingrímsson fyrir hönd Fallorku ehf, kt. 600302-4180, sækir um heimild til að breyta deiliskipulagi Glerárvirkjunar II til að skilgreina lóð undir stíflu og ákvarða hámarks hæð stíflu. Með erindinu er lögð fram tillaga að breytingu á deiliskipulagi, dagsett 16. ágúst 2017 unnin af Ómari Ívarssyni hjá Landslagi.

Einungis er um að ræða minniháttar breytingar er varða umsækjanda og Akureyrarkaupstað. Þess vegna leggur skipulagsráð til við bæjarstjórn að deiliskipulagstillagan verði samþykkt í samræmi við 2. málslið, 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og sviðsstjóra skipulagssviðs falið að annast gildistöku hennar.
Bæjarráð hefur fullnaðarafgreiðsluheimild í sumarleyfi bæjarstjórnar sbr. bókun í 7. lið fundargerðar bæjarstjórnar 6. júní 2017.

Bæjarráð samþykkir tillögu skipulagsráðs.