Umferðarhraði - Eyjafjarðarbraut

Málsnúmer 2017070029

Vakta málsnúmer

Skipulagsráð - 269. fundur - 12.07.2017

Vegna gönguþverana við gatnamót Eyjafjarðarbrautar og Kjarnabrautar eru lagðar fram tillögur að breytingu á umferðarhraða á Eyjafjarðarbraut, unnar af Helga Má Pálssyni hjá Eflu.
Skipulagsráð mælir með tillögu 2.


Skipulagsráð samþykkir breytingu á hámarkshraða á Drottningarbraut/Eyjafjarðarbraut vestri þannig að hámarkshraði frá gatnamótum Miðhúsabrautar að sveitarfélagsmörkum í suðri verði 50 km og einnig að gerð verði miðeyja á Eyjafjarðarbraut vegna göngubrautar við Kjarnabraut.

Skipulagsráð - 272. fundur - 30.08.2017

Vegna gönguþverana við gatnamót Eyjafjarðarbrautar og Kjarnabrautar eru lagðar fram tillögur að breytingu á umferðarhraða á Eyjafjarðarbraut, unnar af Helga Má Pálssyni hjá Eflu. Skipulagsráð afgreiddi erindið á fundi 12. júlí síðastliðinn. Þar sem umsögn Vegagerðarinnar lá ekki fyrir á þeim fundi er málið lagt aftur fyrir skipulagsráð. Meðfylgjandi er umsögn Vegagerðarinnar dagsett 17. júlí 2017.
Skipulagsráð hefur endurskoðað afstöðu sína til málsins á grundvelli umsagnar Vegagerðarinnar og mælir með tillögu 1.

Skipulagsráð samþykkir breytingu hámarkshraða á Drottningarbraut/Eyjafjarðarbraut vestri þannig að hámarkshraði frá gatnamótum Miðhúsabrautar og suður fyrir Kjarnabraut verði 60 km/klst. Þaðan og suður að sveitarfélagsmörkum verði 70 km. Einnig er samþykkt að gerð verði miðeyja á Eyjafjarðarbraut vegna göngubrautar yfir götuna við Kjarnabraut. Skipulagssviði er falið að senda beiðni til Lögreglunnar á Norðurlandi eystra um auglýsingu á gildistöku þessarar breytingar.