Gata sólarinnar 8 - breyting á skráningu

Málsnúmer 2017060125

Vakta málsnúmer

Skipulagsráð - 267. fundur - 28.06.2017

Erindi dagsett 19. júní 2017 þar sem Guðbjartur Ellert Jónsson og Anna Lára Finnsdóttir sækja um breytingu á skráningu húss nr. 8 við Götu sólarinnar. Óskað er eftir að húsnæðið verði skráð sem atvinnuhúsnæði en ekki orlofshús eins og nú er. Húsnæðið mun verða leigt út til ferðamanna og umsókn liggur inni hjá sýslumanni fyrir því.
Skipulagsráð synjar erindinu þar sem það samræmist ekki ákvæðum gildandi aðalskipulags að atvinnuhúsnæði sé á svæðum fyrir frístundahús.