Glerárskóli - breytingar vegna 5 ára deildar

Málsnúmer 2017060090

Vakta málsnúmer

Umhverfis- og mannvirkjaráð - 13. fundur - 16.06.2017

Lagðar fram tvær beiðnir, annars vegar frá fræðsluráði um fjárveitingu að upphæð 15 milljónir króna til að gera leiksvæði á lóð Glerárskóla, hins vegar frá bæjarráði að upphæð 4 milljónir króna vegna endurbóta innanhúss fyrir 5 ára deild sem taka á til starfa í skólanum í byrjun ágúst 2017.
Umhverfis- og mannvirkjaráð samþykkir fjárveitingu að upphæð 19 milljónir króna í verkefnið þar sem kostnaður rúmast innan fjárhagsáætlunar ársins.

Umhverfis- og mannvirkjaráð - 28. fundur - 02.03.2018

Lagt fram skilamat dagsett 28. febrúar 2018 vegna framkvæmdanna.