Íþróttafélagið Þór - beiðni um að halda dansleik í Boganum.

Málsnúmer 2017060042

Vakta málsnúmer

Frístundaráð - 9. fundur - 08.06.2017

Erindi dagsett 27. maí 2017 frá Valdimari Pálssyni framkvæmdastjóra Þórs þar sem óskað er eftir heimild til að halda dansleik í Boganum 8. júlí 2017.
Frístundaráð samþykkir að heimila dansleik í Boganum en leggur ríka áherslu á að framkvæmdaaðilar verji gervigrasið með plötum eða öðrum tiltækum ráðum að höfðu samráði við deildarstjóra íþróttamála.