Bíladagar 2017

Málsnúmer 2017050179

Vakta málsnúmer

Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 633. fundur - 01.06.2017

Erindi dagsett 28. maí 2017 þar sem Einar Gunnlaugsson fyrir hönd Bílaklúbbs Akureyrar, kt. 660280-0149, sækir um stöðuleyfi fyrir þrjá 20 feta gáma yfir bíladaga sem haldnir verða 10. til 17. júní 2017. Á gámunum verða auglýsingar fyrir Bíladaga Skeljungs og Bílaklúbbs Akureyrar. Staðsetning verður sú sama og undanfarin ár. Einn ofan við hringtorg á gatnamótum Hlíðarbrautar og Hlíðarfjallsvegar. Annar verður vestan við Hörgárbraut gegnt Byko og þriðji vestan Drottningarbrautar, á gatnamótum Drottningarbrautar og Leiruvegar. Gámarnir verða settir upp 5. júní og teknir niður eigi síðar en 20. júní. Einnig er sótt um opið tjaldsvæði fyrir gesti Bíladaga á svæði Bílaklúbbs Akureyrar við Hlíðarfjallsveg 13.
Skipulagsstjóri samþykkir erindið og vísar í meðfylgjandi bréf um leyfða staðsetningu skilta og skilyrði vegna þeirra. Ekki þarf að gefa út sérstakt leyfi til notkunar tjaldsvæðis þar sem það er nú heimilt samkvæmt deiliskipulagi en haft skal samráð við Heilbrigðiseftirlit Norðurlands eystra vegna tjaldsvæðis.