Hafnargata, Hrísey - umsókn um stöðuleyfi fyrir flot til skelræktar

Málsnúmer 2017050104

Vakta málsnúmer

Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 631. fundur - 18.05.2017

Erindi dagsett 12. maí 2017 þar sem Ketill Guðmundsson sækir um stöðuleyfi fyrir flotum við Hafnargötu í Hrísey, flotin eru leifar af skelrækt sem hætti starfsemi. Flotin hafa dagað uppi og átti að urða en Ketill vill koma skelrækt aftur á laggirnar í Hrísey. Meðfylgjandi eru myndir.
Byggingarfulltrúi heimilar umsækjanda að setja flotin í gám og samþykkir stöðuleyfi fyrir gáminn í sex mánuði. Staðsetning gámsins skal vera í samráði við umhverfis- og mannvirkjasvið bæjarins.