Drög að reglugerð um rekstur héraðsskjalasafns til umsagnar

Málsnúmer 2017050051

Vakta málsnúmer

Stjórn Akureyrarstofu - 233. fundur - 13.06.2017

Lögð fram umsögn forstöðumanns héraðskjalasafnsins og deildarstjóra Akureyrarstofu um nýja reglugerð um rekstur héraðsskjalasafna.
Stjórn Akureyrarstofu tekur undir þær athugasemdir/ábendingar sem settar eru fram í umsögninni. Frestur til að skila inn umsögn við reglugerðina til Þjóðskjalasafnsins er til og með 16. júní 2017.

Bæjarráð - 3558. fundur - 22.06.2017

Lögð fram umsögn Akureyrarbæjar um drög að reglugerð um rekstur héraðsskjalasafns.

Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs sat fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð tekur undir framlagða umsögn og mótmælir harðlega öllum hugmyndum um auknar álögur á sveitarfélög sem felast í drögum að nýrri reglugerð um rekstur héraðsskjalasafns.