Maðurinn sem minnkaði Vistsporið sitt

Málsnúmer 2017050025

Vakta málsnúmer

Umhverfis- og mannvirkjaráð - 10. fundur - 12.05.2017

Lagt fram erindi dagsett 29. mars 2017 frá Sjálfbæru Íslandi vistsporamælinga- og viðburðasetri. Þar er Akureyrarbæ boðið að taka þátt í verkefni þeirra sem er að sýna heimildarmyndina "Maðurinn sem minnkaði Vistsporið sitt" fyrir starfsfólk Akureyrarbæjar og almenning. Heildarkostnaður Akureyrarbæjar við verkefnið er áætlaður á bilinu kr. 200-500.000.
Umhverfis- og mannvirkjaráð getur ekki orðið við erindinu þar sem ráðið hefur ekki fjármagn í styrkveitingar og vísar erindinu því til bæjarráðs.

Bæjarráð - 3556. fundur - 18.05.2017

12. liður í fundargerð umhverfis- og mannvirkjaráðs dagsett 12. maí 2017:

Lagt fram erindi dagsett 29. mars 2017 frá Sjálfbæru Íslandi vistsporamælinga- og viðburðasetri. Þar er Akureyrarbæ boðið að taka þátt í verkefni þeirra sem er að sýna heimildarmyndina "Maðurinn sem minnkaði Vistsporið sitt" fyrir starfsfólk Akureyrarbæjar og almenning. Heildarkostnaður Akureyrarbæjar við verkefnið er áætlaður á bilinu kr. 200-500.000.

Umhverfis- og mannvirkjaráð getur ekki orðið við erindinu þar sem ráðið hefur ekki fjármagn í styrkveitingar og vísar erindinu því til bæjarráðs.

Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs sat fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð vísar erindinu til umfjöllunar hjá Vistorku ehf.