Helgastaðaland í Grímsey - umsókn um niðurrif

Málsnúmer 2017050021

Vakta málsnúmer

Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 630. fundur - 11.05.2017

Erindi dagsett 4. maí 2017 þar sem Bjarni Gylfason fyrir hönd Björgunarsveitarinnar Sæþórs, kt. 440992-2269, sækir um að hús í Helgastaðalandi í Grímsey, áður slysavarnarhús, verði rifið þar sem hætta stafar af því. Meðfylgjandi er mynd.
Byggingarfulltrúi samþykkir niðurrifið með þeim skilyrðum að öll ummerki byggingarinnar verði fjarlægð, þ.e. plata og sökklar sem standa upp úr jörð. Niðurrifið verður tilkynnt til Þjóðskrár Íslands eftir að úttekt byggingareftirlits hefur farið fram við verklok skv. 16. gr. Mannvirkjalaga.