Viðburðasjóður Hofs

Málsnúmer 2017040157

Vakta málsnúmer

Stjórn Akureyrarstofu - 230. fundur - 27.04.2017

Deildarstjóri Akureyrarstofu, Þórgnýr Dýrfjörð, kynnti hugmyndavinnu um viðburða- eða tónlistarsjóð sem ætlaður er til að styrkja viðburði í Hofi og Samkomuhúsinu.
Stjórn Akureyrarstofu þakkar Þórgný fyrir kynninguna og felur honum að skila inn tillögu að vinnureglum fyrir Viðburðasjóðs Hofs á næsta fundi stjórnar.

Stjórn Akureyrarstofu - 231. fundur - 11.05.2017

Erindi tekið fyrir að nýju. Á fundi stjórnar Akureyrarstofu þann 27. apríl sl. var deildarstjóra Akureyrarstofu falið að vinna tillögu að vinnureglum. Lögð fram tillaga að vinnureglum fyrir Tónlistarsjóð Hofs.
Stjórn Akureyrarstofu samþykkir að fyrsta árið verði vinnureglur sjóðsins bundar við tónlistarflutning í Hofi og Samkomuhúsinu og auglýst verði eftir styrkumsóknum vegna starfsársins 2017-2018.

Stjórn Akureyrarstofu - 232. fundur - 01.06.2017

Samkvæmt vinnureglum um tónlistarsjóð skal Stjórn Akureyrarstofu skipa 3ja manna úthlutunarnefnd þar sem einn fulltrúi er tilnefndur af stjórninni, einn af Menningarfélagi Akureyrar og einn af Tónlistarfélagi Akureyrar.
Magna Guðmundsdóttir er tilnefnd af Menningarfélagi Akureyrar og Pétur Halldórsson er tilnefndur af Tónlistarfélagi Akureyrar. Fulltrúi stjórnar Akureyrarstofu verður Hulda Sif Hermannsdóttir verkefnastjóri menningarmála og viðburða.

Stjórnin óskar eftir því að ákvarðnir úthlutunarnefndar verði lagðar fyrir stjórn Akureyrarstofu til staðfestingar.

Stjórn Akureyrarstofu - 233. fundur - 13.06.2017

Erindi frá stjórn MAk dagsett 8. júní 2017 þar sem gerð er athugasemd við ráðstöfun á framlagi ríkisins samkvæmt Menningarsamningi í Tónlistarsjóð Hofs. Einnig er gerð athugasemd við þá ákvörðun að umsjón með sjóðnum skuli vera í höndum Akureyrarstofu en ekki Mak.
Með ráðstöfun fjármuna í tónlistarsjóðinn nýja er stjórn Akureyrarstofu að styðja við eitt af meginverkefnum samningsins sem er að efla starfsemi menningarhússins Hofs þannig að það geti með öflugum hætti rækt það hlutverk sitt að vera eftirsóknarverður vettvangur fyrir listviðburði af landinu öllu, þjóni öllum Norðlendingum sem og framleiðendum listviðburða, listamönnum og gestum, sbr. 4. tölulið í 2. gr. 1. kafla.

Varðandi umsjón með sjóðnum skal á það bent að MAk á fulltrúa í úthlutunarnefnd sjóðsins og einnig er vakin athygli á því að undirbúningur að stofnun þessa tilraunasjóðs fór fram í samráði við stjórnendur MAk og því ætti hvorki fyrirkomulagið eða framkvæmdin að koma á óvart.