Skútagil 3, íb. 201 - fyrirspurn

Málsnúmer 2017040117

Vakta málsnúmer

Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 628. fundur - 21.04.2017

Erindi dagsett 21. apríl 2017 þar sem Sveinmar Stefánsson, kt. 300188-3039, leggur inn fyrirspurn hvort leyfi fáist til að setja upp stiga í stofu húss nr. 3 við Skútagil. Sameina á stofu og eldhús til að skapa rými fyrir stiga. Ætlunin er að komast að auknu geymsluplássi á millilofti. Meðfylgjandi eru teikningar.
Byggingarfulltrúi telur að umbeðið fyrirkomulag rýri notagildi stofunnar og að hægt væri að leysa málið á betri hátt. Byggingarfulltrúi bendir á að sækja þarf um byggingarleyfi fyrir breytingunni.

Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 643. fundur - 21.08.2017

Erindi dagsett 20. júlí 2017 þar sem Sveinmar Rafn Stefánsson, kt. 300188-3039, sækir um breytingar á áður samþykktum teikningum íbúðar 201 í húsi nr. 3 við Skútgil. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Harald S. Árnason.
Staðgengill byggingarfulltrúa frestar afgreiðslu með vísan til athugasemda á fylgiblaði.

Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 644. fundur - 31.08.2017

Erindi dagsett 21. apríl 2017 þar sem Sveinmar Stefánsson, kt. 300188-3039, sækir um breytingar á áður samþykktum teikningum íbúðar 201 í húsi nr. 3 við Skútgil. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Harald S. Árnason. Innkomnar nýjar teikningar 24. ágúst 2017.
Staðgengill byggingarfulltrúa samþykkir erindið.