Brálundur, Miðhúsabraut - tímabundin tenging

Málsnúmer 2017040108

Vakta málsnúmer

Skipulagsráð - 261. fundur - 26.04.2017

Erindi dagsett 18. apríl 2017 þar sem Guðmundur V. Gunnarsson fyrir hönd G.V. Grafa ehf., kt. 500795-2479, sækir um tímabundið leyfi til að opna tengingu milli Brálundar og Miðhúsabrautar vegna byggingar sjö einbýlishúsa við Daggarlund.

G.V. Gröfur sjá um alla framkvæmd og frágang að framkvæmdum loknum ásamt kostnaði.
Meirihluti skipulagsráð hafnar erindinu þar sem ekki er heimild í skipulagi fyrir tengingu.

Sigurjón Jóhannesson D-lista sat hjá við afgreiðslu málsins.