Kambsmýri 8 - umsókn um stækkun á bílastæði

Málsnúmer 2017040103

Vakta málsnúmer

Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 628. fundur - 21.04.2017

Erindi dagsett 18. apríl 2017 þar sem Sigurður Hjaltason, kt. 140463-3719, sækir um leyfi til að stækka bílastæði og úrtöku úr kantsteini við hús nr. 8 við Kambsmýri. Meðfylgjandi er skýringarmynd.
Byggingarfulltrúi getur ekki fallist á umbeðna stækkun, en samþykkir 6 metra breitt stæði með 7 metra úrtaki í kantstein. Frágangur á lóðamörkum verði gerður í samráði við nágranna. Umsækjandi greiði kostnað vegna færslu á götugögnum, ef með þarf.