Glerá - umsókn um framkvæmdarleyfi

Málsnúmer 2017040035

Vakta málsnúmer

Skipulagsráð - 260. fundur - 12.04.2017

Erindi dagsett 6. apríl 2017 þar sem Franz Árnason fyrir hönd Fallorku ehf., kt. 600302-4180, sækir um framkvæmdarleyfi til að moka efni upp úr stíflulóni í Glerá við Höfðahlíð til þess að verjast aurburði í Glerárvirkjun I.
Tryggvi Gunnarsson S-lista bar upp vanhæfi sitt í málinu og var það samþykkt. Vék hann af fundi við afgreiðslu málsins.

Skipulagsráð samþykkir útgáfu framkvæmdarleyfis.

Eftirfarandi skilyrði setur skipulagsráð fyrir veitingu framkvæmdarleyfisins:

Framkvæmdin skal vera í samræmi við 24. gr. Lögreglusamþykktar fyrir Akureyrarbæ en þar eru ákvæði um farmflutninga og hreinsun ökutækja áður en farið er inn á malbikaðar götur.