Strandgata 53 - umsókn um leyfi fyrir skjólveggjum

Málsnúmer 2017040011

Vakta málsnúmer

Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 627. fundur - 06.04.2017

Erindi dagsett 3. apríl 2017 þar sem Aðalsteinn Bergdal fyrir hönd Arctic ehf., kt. 520115-2180, sækir um leyfi til að setja upp skjólveggi út frá suðuausturhlið húss nr. 53 við Strandgötu. Einnig er sótt um leyfi fyrir uppsetningu listaverks við suðurvegg.
Byggingarfulltrúi samþykkir erindið með því skilyrði að ávallt verði frí gönguleið að minnsta kosti 1.5 metrar á gangstétt.

Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 634. fundur - 09.06.2017

Erindi dagsett 29. maí 2017 þar sem Aðalsteinn Bergdal fyrir hönd Arctic ehf., kt. 520115-2180, óskar eftir að bílastæði fyrir utan hús nr. 53 við Strandgötu verði merkt Norðurslóð. Einnig er óskað eftir leyfi fyrir skilti við gönguleiðina frá bryggjunni. Meðfylgjandi eru myndir.
Byggingarfulltrúi getur ekki orðið við umsókn um skilti með vísan til samþykktar um skilti í lögsagnarumdæmi Akureyrar. Varðandi merkingu á bílastæðum þá er húsum eða starfsemi ekki merkt ákveðin stæði utan lóðar. Bent er á nálæg opin bílastæði í umsjón Akureyrarbæjar.