Tryggvabraut 18-20 - umsókn um stöðuleyfi fyrir gám fyrir gaskúta

Málsnúmer 2017030617

Vakta málsnúmer

Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 628. fundur - 21.04.2017

Erindi dagsett 30. mars 2017 þar sem Anna Margrét Hauksdóttir fyrir hönd N1 hf. sækir um stöðuleyfi fyrir gám fyrir gaskúta á lóð nr. 18-20 við Tryggvabraut. Meðfylgjandi er skýringarmynd og greinargerð brunatæknilegs öryggis. Fyrir liggur umsögn slökkviliðs dagsett 18. apríl 2017.
Byggingarfulltrúi hafnar erindinu þar sem ekki er hægt að fallast á þá fækkun bílastæða sem tillagan gerir ráð fyrir og með vísun til neikvæðrar umsagnar slökkviliðs.

Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 651. fundur - 25.10.2017

Erindi dagsett 17. október 2017 þar sem Anna Margrét Hauksdóttir fyrir hönd N1 hf. sækir um stöðuleyfi fyrir 20 feta gám til geymslu gaskúta á lóð nr. 18-20 við Tryggvabraut. Meðfylgjandi er brunahönnunarskýrsla og teikningar eftir Önnu Margréti Hauksdóttur ásamt jákvæðri umsögn Slökkviliðs Akureyrar.
Byggingarfulltrúi samþykkir erindið.

Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 673. fundur - 13.04.2018

Erindi dagsett 5. apríl 2018 þar sem Anna Margrét Hauksdóttir fyri hönd N1 hf., kt. 540206-2010, sækir um breytingar á áður samþykktum teikningum af gasgeymslu á lóð nr. 18-20 við Tryggvabraut. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Önnu Margréti Hauksdóttur.
Byggingarfulltrúi samþykkir erindið.