Starfshópar um velferðartækni

Málsnúmer 2017030598

Vakta málsnúmer

Velferðarráð - 1251. fundur - 19.04.2017

Greint frá starfi starfshópa ÖA, búsetusviðs og fjölskyldusviðs um velferðartækni og næstu skrefum.

Laufey Þórðardóttir verkefnastjóri þjónustu á búsetusviði og Karólína Gunnarsdóttir þjónustustjóri fjölskyldusviðs sátu fundinn undir þessum lið.

Haldinn hefur verið einn sameiginlegur fundur starfshópanna um verklag. Næsti sameiginlegi fundur er fyrirhugaður í lok maí. Starfshóparnir munu vinna drög að starfsáætlunum og áherslum fyrir fundinn. Huga þarf að siðferðilegum og praktískum ýmsum úrlausnarefnum. Komin er út skýrsla Connect-verkefnisins sem nýst getur sem leiðbeiningarrit um innleiðingu velferðartækni.

Karólína Gunnarsdóttir nefndi að nýta mætti samskiptamiðla til að ná til unglinga í tengslum við barnaverndarmál.

Velferðarráð þakkar kynninguna.