CNARC - boð um þátttöku í hringborðsumræðum í tengslum við 5. kínversku - norrænu ráðstefnuna um samvinnu á heimskautasvæðum

Málsnúmer 2017030560

Vakta málsnúmer

Bæjarráð - 3550. fundur - 30.03.2017

Lagt fram boð dagsett 25. mars 2017 frá CNARC kínversk - norrænu heimskautarannsóknarmiðstöðinni þar sem fulltrúum Akureyrarbæjar er boðið að taka þátt í hringborðsumræðum á ráðstefnu á vegum miðstöðvarinnar sem haldin verður í Dalian í Kína 24. - 26. maí næstkomandi í tengslum við 5. kínversk - norrænu ráðstefnuna um samvinnu á heimskautasvæðum.
Bæjarráð tekur jákvætt í erindið og telur mikilvægt að fulltrúar Akureyrarbæjar taki þátt í norðurslóðasamstarfi til að viðhalda sterkri stöðu bæjarins á því sviði.