Umhverfis- og mannvirkjasvið - þjónustukönnun 2017

Málsnúmer 2017030206

Vakta málsnúmer

Umhverfis- og mannvirkjaráð - 10. fundur - 12.05.2017

Lögð fram til kynningar skýrsla dagsett 12. apríl 2017 frá Rannsóknarstofnun Háskólans á Akureyri vegna könnunar á viðhorfi Akureyringa til þjónustu Strætisvagna Akureyrar, snjómoksturs, hálkuvarna, svifryks og hreinsunar gatna á Akureyri.
Umhverfis- og mannvirkjaráð leggur til að fulltrúar RHA verði fengnir á fund þar sem þeir fari yfir niðurstöður könnunarinnar. Einnig leggur ráðið til að skýrslan verði birt á vef Akureyrarbæjar.