Skógræktarfélag Eyfirðinga - ósk um aðkomu Akureyrarbæjar að rekstri sýningarreits í Kjarnaskógi

Málsnúmer 2017030188

Vakta málsnúmer

Umhverfis- og mannvirkjaráð - 7. fundur - 31.03.2017

Lagt fram erindi dagsett 7. mars 2017 frá ræktunarafmælisnefnd Skógræktarfélags Eyfirðinga um aðkomu Akureyrarbæjar að rekstri sýningarreits fyrir tré og runna í Kjarnaskógi.
Umhverfis- og mannvirkjaráð fagnar framtakinu og vísar styrkumsókninni til bæjarráðs.

Bæjarráð - 3551. fundur - 06.04.2017

6. liður í fundargerð umhverfis- og mannvirkjaráðs dagsett 31. mars 2017:

Lagt fram erindi dagsett 7. mars 2017 frá ræktunarafmælisnefnd Skógræktarfélags Eyfirðinga um aðkomu Akureyrarbæjar að rekstri sýningarreits fyrir tré og runna í Kjarnaskógi.

Umhverfis- og mannvirkjaráð fagnar framtakinu og vísar styrkumsókninni til bæjarráðs.
Bæjarráð samþykkir að ganga til samninga um verkefnið og telur það falla vel að stefnu bæjarins um kolefnishlutlaust samfélag.