Velferðarráð - vinabæjasamskipti 2017

Málsnúmer 2017030126

Vakta málsnúmer

Velferðarráð - 1249. fundur - 15.03.2017

Fyrirhugað er að halda árlegan vinabæjafund á sviði heilbrigðis- og félagsmála á Akureyri árið 2017.

Jón Hrói Finnsson sviðsstjóri búsetusviðs kynnti stöðu mála við undirbúning hans.

Einnig lagt fram til kynningar boð á vinabæjafund um málefni fatlaðs fólks sem haldinn verður í Västerås í Svíþjóð 31. maí - 2. júní nk.
Velferðarráð er almennt hlynnt þátttöku í vinabæjasamstarfi.

Velferðarráð - 1250. fundur - 05.04.2017

Tilkynnt hefur verið um þátttöku tveggja fulltrúa frá Akureyrarbæ á vinabæjaráðstefnu um málefni fatlaðs fólks í Västerås 31. maí - 2. júní nk.

Tekin hefur verið ákvörðun um frestun vinabæjafundar um heilbrigðis- og félagsmál sem fyrirhugaður var á Akureyri 17.- 19. maí nk. Ný dagsetning liggur ekki fyrir.
Velferðarráð samþykkir að Jón Hrói Finnsson sviðsstjóri búsetusviðs og Erla Björg Guðmundsdóttir formaður velferðarráðs verði fulltrúar Akureyrarbæjar á ráðstefnunni um málefni fatlaðs fólks.