Þroskahjálp - erindi frá stjórn skólanefndar Þroskahjálpar NE

Málsnúmer 2017030049

Vakta málsnúmer

Fræðsluráð - 5. fundur - 06.03.2017

Tvö erindi sem bárust frá stjórn skólanefndar Þroskahjálpar Norðurlands eystra varðandi skóladvöl fatlaðra barna, dagsett 22. febrúar 2017.

Fyrra erindið varðaði skilgreindan kennslustundafjölda barna í sérdeild.

Síðara erindið fjallaði um sjúkrakennslu barna í sérdeild á heimili þeirra.
Varðandi fyrra erindið:

Samkvæmt fyrirliggjandi upplýsingum m.a. svari mennta- og menningarráðuneytisins til skólastjóra Giljaskóla, dagsett 31. mars 2016, telur fræðsluráð að verið sé að fullnægja kröfum um kennslustundafjölda barna í sérdeild.Varðandi síðara erindið:

Fræðsluráð telur málið þess eðlis að mikilvægt sé að skoða það betur m.a. út frá gildandi reglugerð um sjúkrakennslu og hefur því óskað eftir að málefnið verði sérstaklega tekið upp á vettvangi Grunns, félags stjórnenda á skólaskrifstofum í apríl næstkomandi.

Kristján Ingimar fór af fundi undir 4. lið kl. 15:47.
Áshildur Hlín vék af fundi undir 4. lið kl. 15:55.

Viðtalstímar bæjarfulltrúa - 8. fundur - 27.04.2017

Sif Sigurðardóttir, kt. 290673-3649, hringdi í viðtalstíma bæjarfulltrúa sem formaður Þroskahjálpar. Vill vita hvaða reglur gilda hjá bænum um sjúkrakennslu fatlaðra barna þegar þau geta ekki sótt skóla. Segir þau hafa sent inn fyrirspurnir sem þau fá lítil eða engin svör við. Segist hafa óskað eftir fundi með fræðslustjóra og formanni fræðsluráðs en ekki fengið svör.

Viðtalstímar bæjarfulltrúa - 8. fundur - 27.04.2017

Sif Sigurðardóttir, kt. 290673-3649 hringdi í viðtalstíma bæjarfulltrúa sem formaður Þroskahjálpar. Segir að unglingar í Sérdeild Giljaskóla fái ekki fulla viðmiðunarstundaskrá. Það muni 80 mínútum og þau fái ekki svör við fyrirspurnum. Er ekki sátt við hve seint sviðsstjóri fræðslusviðs svarar fyrirspurnum.

Fræðsluráð - 10. fundur - 22.05.2017

Erindi frá stjórn skólanefndar Þroskahjálpar dagsett 22. febrúar 2017 er varðar viðmiðunarstundaskrá unglinga í sérdeild Giljaskóla.
Erindið var afgreitt á fundi fræðsluráðs þann 6. mars sl. Svarbréf dagsett 10. mars 2017 var sent á heimilisfang Þroskahjálpar í Kaupangi.

Fræðsluráð harmar að bréfið skuli ekki hafa borist í réttar hendur.