Kammerkórinn Ísold - umsókn um styrk úr Menningarsjóði 2017

Málsnúmer 2017030034

Vakta málsnúmer

Stjórn Akureyrarstofu - 227. fundur - 16.03.2017

Umsókn dagsett 31. janúar 2017 frá Kammerkórnum Ísold þar sem sótt er um styrk úr Menningarsjóði að upphæð kr. 800.000 árlega vegna samstarfssamnings til tveggja ára.
Stjórn Akureyrarstofu samþykkir að gerður verði samstarfssamningur um starfsemina sem felur í sér árlegan stuðning að upphæð kr. 200.000 í tvö ár.