Samstarf og forathugun á áhrifum fæðubótaefnis

Málsnúmer 2017020162

Vakta málsnúmer

Velferðarráð - 1248. fundur - 01.03.2017

Framkvæmdastjóri ÖA, Halldór S Guðmundsson, kynnti samstarfssamning ÖA, Genís og Háskólans á Akureyri um forathugun á áhrifum fæðubótaefnisins Benecta.

Um er að ræða forkönnun þar sem markmiðið er að kanna möguleg áhrif fæðubótaefnisins á almenna líðan og lífsgæði íbúa ÖA og eldra fólks.
Velferðarráð þakkar kynninguna.