Jaðarstún - umsókn um úthlutun á óskipulögðu svæði

Málsnúmer 2017020102

Vakta málsnúmer

Skipulagsráð - 257. fundur - 08.03.2017

Erindi dagsett 15. febrúar 2017 þar sem Þröstur Sigurðsson fyrir hönd Byggingarfélagsins Hyrnu ehf., kt. 710594-2019, sækir um úthlutun á óskipulögðu svæði við norðurenda Jaðarstúns. Meðfylgjandi er teikningar frá Landslagi ehf.
Samkvæmt Aðalskipulagi Akureyrar 2005-2018 er svæðið skilgreint sem verslunar- og þjónustusvæði. Ekki er ráðgert að breyta þeirri skilgreiningu við endurskoðun aðalskipulagisins og takmarka verslunarsvæði hverfisins.

Skipulagsráð hafnar því erindinu.