Athafna- og nýsköpunarverðlaun Akureyrarbæjar 2017

Málsnúmer 2017020089

Vakta málsnúmer

Stjórn Akureyrarstofu - 225. fundur - 16.02.2017

Akureyrarbær hefur útnefnt tvö fyrirtæki annars vegar til athafnaverðlauna og hins vegar til nýsköpunarverðlauna. Þar sem atvinnumál hafa verið flutt til stjórnar Akureyrarstofu þá kemur það í hlut hennar að annast útnefningarnar. Rætt um fyrirkomulagið. Tilkynnt verður um niðurstöður á Vorkomu Akureyrarstofu á sumardaginn fyrsta.

Stjórn Akureyrarstofu - 230. fundur - 27.04.2017

Fyrirhugað er að afhenda athafna- og nýsköpunarverðlaun Akureyrarbæjar þegar frumkvöðlasetur á Akureyri verður formlega opnað þann 18. maí nk. Farið yfir hugmyndir að tilnefningum til verðlaunanna.

Stjórn Akureyrarstofu - 231. fundur - 11.05.2017

Lagður fram listi með tilnefningum til verðlaunanna.
Tekin ákvörðun um veitingu verðlaunanna sem tilkynnt verður um við formlega opnun á frumkvöðlasetri þann 18. maí nk. Ákveðið að veita tveimur fyrirtækjum á Akureyri athafna- og nýsköpunarverðlaun árið 2017.